Ef þeir eru heimskir já

Það er ekki nema að þessir veggjakortarar séu þeim mun vitlausari að lögreglan nái þeim í þetta skiptið. Veggjakrotararnir lesa þessa frétta, sjá að það eigi að setja upp myndavélar og þá hreinlega hætta þeir bara eða mæta með eitthvað fyrir andlitinu svo þeir þekkist ekki.

Þetta er svona svipað eins og þegar lögreglan mætir með sírenurnar á fullu þegar það á að brjótast inn í eitthvað hús í bíómyndunum. Afbrotamennirnir heyra í lögreglunni í margra kílómetra fjarlægð og eru löngu farnir þegar hún kemur.

Maður hefði haldið að lögreglan væri gáfaðri en þetta. 


mbl.is Lögreglan hyggst setja upp eftirlitsmyndavélar til þess að fylgjast með veggjakroturum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Þessir taggarar hylja andslit sitt þegar þeir merkja byggingar, óháð því hvort það sé myndavél á staðnum eður ei, þannig þetta myndavélaplott er gagnslaust anyways, nema auðvitað ef lögreglan ætlar sér að fylgjast með þessu live, þá er sjéns að ná þeim.

Gunnsteinn Þórisson, 3.2.2007 kl. 17:07

2 Smámynd: Kolgrima

Bíddu nú við, snýst málið ekki fremur um að koma í veg fyrir hurðarskreytingar en að "góma einhvern"? Til hvers að flækja málið með að koma höndum yfir tiltölulega saklausa krakkaorma með ærnum tilkostnaði og veseni og sem enginn veit hvað á að gera við? Með því að auglýsa myndavélina, vonast lögreglan sjálfsagt til þess að málið leysist bara farsællega af sjálfu sér.

Kolgrima, 3.2.2007 kl. 18:10

3 identicon

Er lögreglan ekki bara að segjast ætla að setja upp myndavélar í þeim tilgangi að fólk hætti að sniglast þarna í kring og "tagga" bygginguna?

Svo er spurning hvort að það verði nokkurntíman sett upp myndavél þarna. 

Trausti (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband