23.12.2006 | 17:22
Sir Paul "Bono" Hewson
Kemur mér svo sem ekki á óvart að hann sé sleginn til riddara. Þó fyrr mætti vera. Búinn að vera duglegur að angra fólk til að hjálpa öðru fólki. Duglegir sör hann Bónó. Það sem mér finnst fyndið er að Bill Gates er Sir. Sir Bill Gates mun ég augljóslega kalla hann eftir þetta. Hafði ekki hugmynd um þetta. Ætli hann hafi fengið þetta fyrir afburðagott og traust stýrikerfi? Jafnvel fyrir að gera Internet Explorer sem er alltaf traustur þegar það kemur að fá vírus í tölvuna. Ekki er apple kallinn sir. Greinilegt að Bill Hliði er að gera betri hluti en hann. Afhverju eru engar konur sir. Eins og t.d. Jennifer Aniston. Sir Jennfer Aniston hljómar nú ekkert illa. Hún er t.d. líklegri að slá mann í herðar niður frekar en t.d. Sir Bill Gates... eða er það ekki annars sem Sörar eiga að gera?
Bono sleginn til riddara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
tjaa windows er orðið fínt, en ég býst við að Bill Gates hafi verið sleginn til riddara vegna þess að hann hefur gefið égveitekkihvað marga milljarða til góðgerðamála í gegnum árin..
Atli Fannar Bjarkason, 23.12.2006 kl. 21:09
Neibbs... ég er á því að þetta hafi verið fyrir windows ;) Harður á því.
Árni Torfason, 23.12.2006 kl. 22:41
jáá, svona þegar ég pæli í því þá á Win Vista að vera mjög nett! :)
Atli Fannar Bjarkason, 23.12.2006 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.