Wikiasariaðu það bara!

Ég ætla rétt að vona að herra Wales muni ákveða eitthvað betra nafn á þessa leitarvél heldur en Wikiasari. Google er svo sniðugt nafn. Gúgglaðu þetta bara. Just Google it. Hljómar vel á prenti og í eyrum. Fólk er eiginlega hætt að segja "leitaðu að þessu á netinu"... segir bara "gúgglaðu þetta". Þannig að ef hann ætlar að nota þetta orð... Wikiasari þá þarf maður að segja "Wikiasariaðu þetta bara"... og það hljómar rosalega illa.
mbl.is Stofnandi Wikipedia þróar leitarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Ég og aðrir netvinir eru bara vanir að segja "Wiki it", en það er þá notað til að fræðast um efnið ;P Wiki-dæmið er orðið svo... of mikið, komnir með wikiquotes wikinews wikisource og wiki that wiki this, ég er að bíða eftir að það komi Wikiísbúð. En jæja, gott og blessað etta project, opið alfræðirit, á vart heima samt í"leitarvélarheiminu" :/

Gunnsteinn Þórisson, 24.12.2006 kl. 17:42

2 Smámynd: Sindri Kristjánsson

Ég og mínir vinir höfum talað um að "vikka", sérstaklega eftir að wikipedia leitarstrengurinn varð default í nýja Firefox. Smá innlegg.

Gleðileg Jól 

Sindri Kristjánsson, 25.12.2006 kl. 01:04

3 Smámynd: Árni Torfason

Vikkaðu það hljómar vel. En það á einmitt við Wikipedia, fróðleiksvélina góðu. Þannig að það verður að finna eitthvað nýtt fyrir leitarvélina.

Árni Torfason, 25.12.2006 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband