Botnlaus Pittur

Mér finnst alltaf hálf furðulegt þegar fólk er að segja frá því að þeim þyki eitthvað skemmtilegt og það sé alsælt. Þetta er eins og að segja að maður sé sáttur við matinn sem konan manns eldar og fátt fullnægi manni meira en að renna niður ljúffengum grænum baunum á sunnudegi. Að sjálfsögðu er hann alsæll með börnin sín þrjú. Annars væri hann ekki með Angelínu og hann hefði þá ekki ættleitt eitthvað af þeim sjálfur ef hann héldi að þetta yrði eitthvað leiðinlegt. En hvað er málið? Er Brad Pitt 12 ára? "Það er ógeðslega fyndið þegar litla Shiloh... tíhíhí... þori ekki að segja það... prumpar" sagði Brad Pitt flissandi eins og smástelpa. "Og svo líka þegar hin ropar... það er gebbó."

Mér finnst þetta líka svipað og þegar stjörnurnar eru að hjálpa til við eitthvað eins og eftir Tsunami kvikindið. Þá kom alltaf öðruhverju fétt um að þessi eða hinn hafi gefið gommu af pening til styrktar fórnarlömbunum. Ekki heimta ég að það komi frétt um mig ef ég gef pening. Og ekki kemur frétt um krakka sem eru að gefa allan peninginn sinn til styrktar einhverjum sem minna mega sig. Það að Brad Pitt eða einhver frægur gefi 1 milljón dollara er svona svipað eins og ég gefi 1.000kr til styrktar Fylkis í Árbænum. Og það þarf ekki að skrifa frétt um það.


mbl.is Brad Pitt ánægður í föðurhlutverkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband