1.1.2007 | 17:05
Cleese í Áramótaskaupið!
Djöfull er þetta deadly blanda. Þorsteinn Guðmundsson hugsanlega eini fyndni maðurinn á Íslandi. Reyndar ekki að mati fólks eldri en 30 sem voru engan veginn hress með áramótaskaupið. Heyrði frá ófáum að skaupið hafi bara verið algjört drasl. Sjálfum fannst mér það mjög fyndið. Margir mjög hressir lúmskir brandarar í anda herra Guðmundssonar. Ólívur Ragnar Grímsson var t.d. mjög fyndinn. Ég var líka ánægður hversu margir leikarar tóku þátt í skaupinu. Góð tilbreyting frá því að Örn Árnason leiki 10 hlutverk og einhver annar úr spaugstofunni leiki hin 10 hlutverkin.
Annars missti ég af þessari Cleese auglýsingu á undan skaupinu þar sem ég var að borða ísinn minn sem ég bruggaði sjálfur. Ég fylgist spenntur með auglýsingunum á nýju ári.
Hvernig fannst fólki annars skaupið?
John Cleese hefur ekkert á móti Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með því besta.. ef ekki það allra besta sem hefur sést. Og ég er eldri en 30 ;)
Heiða B. Heiðars, 1.1.2007 kl. 17:42
Bara afskaplega fyndið, takk fyrir! Ég skemmti mér frábærlega þrátt fyrir að vera vel skriðinn yfir þrítugt.
Gísli (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 18:24
Ég hefði líka þurft að vera vel fullur til að geta hlegið að þessu "Áramótaskaupi" eins og það kallast.
Þetta versnar með hverju árinu.
Gestur (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 08:20
Bráðsnjallt og eitrað....lúmskir brandarar og skemmtilegir og ég er yfir 30 maður þarf að spekulera smá til að fatta....
Berglind Berghreinsdóttir, 2.1.2007 kl. 12:03
Skaupið var frábært! Tími kominn til að hvíla sum aleikara og gott að fá ferskar hugmyndir. Ég var í veislu þar sem fólk milli 12 og 85 ára veltist um af hlátri!!
Fararstjórinn, 2.1.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.